Einkalífið

Einkalífið eru þættir á Vísi þar sem rætt er við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Hvort sem um er að ræða leikara, tónlistarfólk, afreksfólk í íþróttum, samfélagsmiðlastjörnur eða stjórnmálamenn, þá eru öll velkomin. Þáttastjórnendur eru Dóra Júlía Agnarsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson.

Listen on:

  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

Einkalífið - Frosti Logason

Thursday May 09, 2024

Thursday May 09, 2024

Frosti Logason fjölmiðlamaður er gestur Einkalífsins að þessu sinni og segir frá tímanum þar sem fyrrverandi kærasta hans steig fram í viðtali og sakaði hann um hótanir og andlegt ofbeldi. Hann segir frá tíma sínum á sjónum og stofnun eigin miðils, Brotkasts. Frosti ræðir umfjöllun sína um Eddu Falak og segist ekki hafa haft hana á heilanum. Hann ræðir líka fjölskyldulífið og væntanlega endurkomu Mínus.

Thursday Apr 25, 2024

Kristrún Frostadóttir er intróvert að eðlisfari sem var dregin út úr skelinni þegar foreldrar hennar fluttu til Bretlands. Hún ræðir æskuna í Fossvogi og spænskuskólann í San Sebastián þar sem hún kynntist fyrstu ástinni sem býr nú í Íran. Hún ræðir lífið á þingi og hvernig það fer saman að ala upp ung börn á meðan hún reisir Samfylkinguna upp úr öskustónni. 

Einkalífið - GDRN

Thursday Apr 11, 2024

Thursday Apr 11, 2024

Tónlistarkonan og leikkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, er viðmælandi í Einkalífinu. GDRN skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 og það má með sanni segja að líf hennar hafi verið tilviljanakennt. Hún stefndi á atvinnumennsku í fótbolta frá ungum aldri en slasaðist og fór því í tónlistarnám. Hún gaf út plötu án þess að hafa sungið fyrir framan fólk, fór með aðalhlutverk í Netflix seríu án þess að hafa leikið áður og er í dag ein þekktasta listakona landsins. Hún var að senda frá sér plötuna Frá mér til þín og segir suma texta 100% samda um ákveðnar manneskjur á meðan hún gefur sér skáldaleyfi í öðrum lögum. GDRN ræðir hér meðal annars um feril sinn, tónlistina, ástina, móðurhlutverkið, að vera kona í bransanum, vináttu sína við Bríeti, að byggja sig upp og vera með breiðara bak í dag en nokkru sinni fyrr. 

Thursday Mar 28, 2024

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur er fótboltakappi að fornu fari sem lenti í erfiðleikum vegna fíkniefnanotkunar. Hann fann beinu brautina í kynjafræðinni en segir bakslag í umræðunni hafa haft sín áhrif á andlega heilsu hans. Þá ræðir hann fjölmiðlastorminn sem varð í kringum bók hans og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í aðdraganda síðustu jóla og áhrifin sem málið hafði á hann.

Thursday Mar 14, 2024

Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var einungis 16 ára gömul þegar hún flutti erlendis til þess að leggja fyrir sig atvinnumennsku í dansi og varð Frakklandsmeistari í dansinum 17 ára. Nokkrum árum síðar lenti hún á vegg eftir að hafa glímt lengi við átröskun sem varð til þess að hún leitaði sér hjálpar og flutti heim. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir lífið og tilveruna, raunveruleikaþættina LXS, að vera þekkt á Íslandi, danslífið, andleg veikindi og bataferlið, erlendan hakkara sem hún varð fyrir, móðurhlutverkið og hlaðvarp hennar um móðurhlutverkið, ástina sem kom á erfiðum en samt hárréttum tíma og ýmislegt fleira.

Friday Mar 01, 2024

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er skilnaðarbarn sem flutti reglulega í æsku. Hún varð fyrir einelti og Idol-ævintýri hennar lauk í sjúkrabíl. Arndís er gestur Einkalífsins og ræðir líka ástina, Eurovision, örlagaríka ferð á Kíkí og áhrifin sem málið hafði á fjölskyldu hennar. Einkalífið er í samstarfi við Mist. 

Friday Feb 16, 2024

Raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarnan Brynjar Steinn, jafnan þekktur sem Binni Glee, skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 og hefur vakið athygli landsmanna á sjónvarpsskjánum í þáttunum Æði. Binni segist hafa glímt við félagskvíða og ofþyngd alla sína ævi og fór í míní-hjáveitu aðgerð í fyrra sem hann segir hafa breytt lífi sínu. Hann ræðir um lífið eftir aðgerðina, fjölbreyttar hliðar frægðarinnar, Æði ævintýrið, að koma út úr skápnum, að finna sig í gegnum Internetið, framtíðina, ástarmálin og margt fleira hér í Einkalífinu.

Einkalífið - Una Torfadóttir

Thursday Nov 09, 2023

Thursday Nov 09, 2023

Söngkonan Una Torfadóttir kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf á síðasta ári. Una er gestur Einkalífsins þar sem hún ræðir æskuheimilið í Vesturbænum, tónelska fjölskyldu sína, samband sitt við móður sína Svandísi Svavarsdóttur, hvernig það var að koma fram á Arnarhóli í kvennaverkfalli, lífshættulegt krabbamein sitt, innblásturinn að lögunum og femínismann og framtíðina.

Einkalífið - Felix Bergsson

Thursday Nov 02, 2023

Thursday Nov 02, 2023

Leikarinn, fjölmiðlamaðurinn, söngvarinn, Eurovision sérfræðingurinn og lífskúnstnerinn Felix Bergsson fann ungur að árum að það ætti vel við hann að vera á sviðinu fyrir framan fjölda fólks. Felix Bergsson er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hann ræðir meðal annars um  uppvaxtarárin á Blönduósi, hvernig hann fór frá því að hafa engan áhuga á Eurovision yfir í að heillast algjörlega og verða leiðtogi íslenska hópsins, að koma út úr skápnum, ástina og fjölskylduna, að láta í sér heyra, samstarfið við Gunna sem hefur nú spannað 30 ár, að vera í stöðugri þróun, að fylgja hjartanu og margt fleira. 

Thursday Oct 26, 2023

Kamilla Einars er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Hún ræðir meðal annars barnæskuna í Hlíðunum, fjölskylduna sem í eru miklir rithöfundar og innblásturinn að bókum sínum. Kamilla er þekkt fyrir húmor og ræðir eigið hispursleysi á samfélagsmiðlum. Hún ræðir líka veikindi móður sinnar og hvernig fjölskyldan hefur tekist á við þau með jákvæðnina að vopni.

Image

Your Title

This is the description area. You can write an introduction or add anything you want to tell your audience. This can help potential listeners better understand and become interested in your podcast. Think about what will motivate them to hit the play button. What is your podcast about? What makes it unique? This is your chance to introduce your podcast and grab their attention.

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20240320